Eigendur danska lyfjaframleiðandans Leo Pharma hafa ákveðið að hætta dreifingu tveggja vinsælla lyfja sinna í Grikklandi í mótmælaskyni við einhliða ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að lækka lyfjaverð um 25%. Leo Pharma fylgir þar með í fótspor annars dansk lyfjaframleiðanda, þ.e. Novo Nordisk sem fyrr í vikunni hætti dreifingu sinni á insúlíni.
Að sögn forsvarsmanna Leo Pharma mun lyfjaverðslækkunin í Grikklandi leiða til aukins atvinnuleysis víðs vegar í Evrópu.
Talsmaður grískra stjórnvalda benda á að þeim sé nauðugur einn kostur að lækka lyfjaverðið enda glími landið við mikla fjárhagserfiðleika. Grískir ráðamenn hafa harðlega gagnrýnt ákvörðun Leo Pharma og Novo Nordisk og óttast að fleiri alþjóðleg lyfjafyrirtæki muni fylgja í kjölfarið.
Í tilfelli Leo Pharma er annars vegar um ræða lyf sem vinnur gegn mynda blóðkekkja og hins vegar um að ræða lyf fyrir psoriasissjúklinga.
Kristian Hart Hansen, forstjóri Leo Pharma, segir lyfjaverðslækkun gríska stjórnvalda setja ákveðið fordæmi og því óttist menn að önnur lönd í efnahagsvandræðum grípi til sömu ráðstafana. Nefnir hann í því samhengi Írland og Ítalíu. Segir hann ljóst að lyfjafyrirtækin verði að bregðast við annars blasi við að fyrirtækið þurfi að fækka störfum víðs vegar um Evrópu, þar á meðal í Danmörku þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru til húsa.
Forsvarsmenn Leo Pharma halda því fram að gríska ríkið skuldi fyrirtækinu 244 milljónir milljónir evra. Talsmenn gríska ríkisins saka dönsku lyfjafyrirtækin tvö um að beita fjárkúgunum í krafti þess að þeir séu einráðir á grískum markaði þegar kemur að tilteknum lykillyfjum.
Stefanos Combinos, hjá gríska fjármálaráðuneytinu, bendir á að lyfjaverð hafi verið með því hæsta sem þekkist í Evrópu á síðustu árum. Þannig hafi lyfjafyrirtækin notið góðs af þeirri efnahagssveiflu sem ríkt hafi í Grikklandi og því sé ekkert óeðlilegt við það að fyrirtækin taki á sig hluta niðursveiflunnar líka.