Nær hjálparskipið landi?

Reuters

Hundruðir mannréttindafrömuða sem eru á leið sjóleiðina til Gaza með hjálpargögn vonast til þess að ná landi í dag. Talsmenn ísraelska sjóhersins hafa lýst því yfir það þeir muni ekki heimila skipinu að ferðast gegnum varnarlínu Ísraela og leggjast að bryggju í Gaza.

Ísraelar og Egyptar hafa beitt beitt Palestínumenn sem búa á Gazasvæðinu ströngum viðskiptaþvingunum sl. þrjú ár og aðeins leyft sáralítinn flutning hjálpargagna inn á svæðið. Viðskiptabanninu var komið á í kjölfar þess að Hamas vann stórsigur í kosningum á Gaza og tók þar við völdum. Hamasliðar hafa á síðasta áratug skotið þúsundum flugskeyta inn á yfirráðasvæði Ísraela og því sáu ísraelsk stjórnvöld kosningasigur þeirra sem mikla ógn við sig.

Skipið sem mannréttindafrömuðir hyggjast senda til Gaza drekkhlaðið hjálpargögnum er nú þegar þremur dögum of seint á áætlunarstað. Reyndar virðast áhöld um það hvort og hvenær skipið muni rata á áfangastað því margt bendir til þess að skipið hafi ekki hreyfst úr stað síðustu daga og liggi enn undan ströndum Kýpur.






mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert