Rasmussen klúðraði málum

Miklar vonir voru bundnar við loftlagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn.
Miklar vonir voru bundnar við loftlagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn. Reuters

Það er danska forsætisráðherranum, Lars Løkke Rasmussens, að kenna að tilraun til þess að ná lagalega bindandi samkomulag um loftlagsmálin á loftlagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupamannahöfn runnu út í sandinn.

Þannig komst Yvo de Boer, aðalsamningamaður SÞ í loftlagsmálum, að orði í knöppum tölvupósti sem hann sendi stuttu eftir að fundurinn fór út úr þúfur í Kaupmannahöfn í desember sl.

Forsætisráðuneyti Lars Løkke Rasmussens hafði í aðdraganda loftlagsráðstefnunnar látið vinna drög að samkomulagi í samvinnu við m.a. Bandaríkin, Kína og Rússland.

Embættismenn stórveldanna fengu eintak af samningsdrögunum áður en sjálf ráðstefnan hófst þrátt fyrir viðvaranir sérfræðinga um að það gæti haft afar neikvæð áhrif á aðra þátttakendur ráðstefnunnar.

„Danska uppkastið, sem var kynnt á óformlegum fundu aðeins viku áður en loftlagsráðstefnan átti að hefjast, eyðilagði þannig í einu vetfangi tveggja ára vinnu... Fundurinn, þar sem þetta var kynnt, var ekki opinber og drögin voru hreint ekki tilbúin,“ skrifaði Yvo de Boer í tölvupósti til samstarfsfélaga sinna á skrifstofu loftlagsmála hjá SÞ undir lok síðasta árs.

Þegar dönsku drögin rötuðu síðan á forsíðuna á breska dagblaðinu The Guardian var það kynnt sem endanlegan samning sem formaður ráðstefnunnar, Rasmussen, hefði lagt blessun sína yfir.

Sú frétt vakti hörð viðbrögð fulltrúa þróunarríkja sem túlkuðu útspilið sem tilraun til þess að koma aftan að samningaviðræðunum á vegum SÞ og tryggja hagsmuni ríku landanna á kostnað þróunarlandanna. Í drögunum sem danska forsætisráðuneytið hafði sent frá sér vantaði nefnilega kaflann um hvernig koma ætti til móts við þarfir þróunarlandanna.

Eins og kunnugt er leysist fundurinn næstum upp út af þessu máli. Rasmussen sá sig tilneyddan til þess að segja af sér formennskunni og fela Connie Hedegaard, þáverandi loftlagsmálaráðherra Danmerkur, að reyna að leiða fundinn til lykta. Varla er hægt að segja að það hafi tekist því á endanum var aðeins samþykkt ályktun sem ekki var lagalega bindandi.


Aktívisti á loftlagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Á skiltinu er ákall þess …
Aktívisti á loftlagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Á skiltinu er ákall þess efnis að viðsemjendur yfirgefi ekki borgina fyrr en þeir hafi komist að samkomulagi um metnaðarfullan og lagabindandi samning. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert