Blair heitir rannsókn á árás

Mótmælt við sendiráð Ísraela í Ankara í Tyrklandi
Mótmælt við sendiráð Ísraela í Ankara í Tyrklandi Reuters

Tony Blair, sáttasemjari í Miðausturlöndum og fyrrum forsætisráðherra Bretlands, harmar árás ísraelskra sérsveitarmanna á skip í skipalest hjálparsamtaka, sem átti að flytja hjálpargögn til Gasa. Hann hvetur til þess að árásin verði rannsökuð.

Blair, sem er sáttasemjari kvartettsins svonefnda, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna og Rússlands, segir augljóst sé að rannsaka þurfi hvað hafi gerst og lýsti yfir sorg sinni vegna árásarinnar.

Gríðarleg reiði ríkir í alþjóðasamfélaginu vegna árásarinnar en nítján létust í árásinni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka