Henning Mankell var um borð

Henning Mankell.
Henning Mankell.

Sænski rithöfundurinn Henning Mankell var um borð í einu skipinu í skipalestinni, sem ísraelskir sérsveitarmenn réðust á í nótt. Að sögn ísraelska sjónvarpsins létu 19 manns lífið og á fjórða tug særðist í árásinni.

Mankell, sem er 62 ára, sem er m.a. höfundur bókaflokksins um lögreglumanninn Kurt Wallander, hefur látið mannréttindamál til sín taka. Nokkrum litlum bátum var siglt frá Kýpur að stóru skipi, sem átti að flytja hjálpargögn til Gaza. Segir Svíþjóðardeild samtakanna Ship to Gaza, að Mankell hafi verið um borð í einum af þessum bátum eftir að hafa forðast lögregluna á Kýpur í tvo sólarhringa.

Mankell sagði við sænska útvarpið í gær, að hann ætlaði að taka þátt í þessum leiðangri til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni. 

Fleiri Svíar voru í leiðangrinum. Ekki er vitað hvort einhver þeirra er meðal hinna særðu eða föllnu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka