Kynferðisglæpir írskra presta rannsakaðir

Tilkynnt var í Vatíkaninu í morgun að þar yrði sett af stað rannsókn á kynferðismisnotkun á börnum innan kaþólsku kirkjunnar á Írlandi.

Segir í tilkynningu frá Vatíkaninu að fjórir sendimenn páfagarðs verði sendir til Írlands til þess að rannsaka nánar spurningar sem komið hafa upp um kynferðismisnotkun á börnum þar og það hvort fórnarlömbunum hafi ekki verið bættur skaðinn með fullnægjandi hætti.

Í dag tók Benedikt sextándi páfi einnig við afsagnarbréfi frá Richard Anthony Burke, írskum erkibiskup í Afríkuríkinu Benín. Biskupinn er sakaður um að hafa misnotað unga stúlku kynferðislega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert