Netanyahu: Höfðu lífið að verja

Skipið Mavi Marmara, sem ísraelskir sérsveitarmenn réðust á í nótt.
Skipið Mavi Marmara, sem ísraelskir sérsveitarmenn réðust á í nótt. Reuters

Benjam­in Net­anya­hu seg­ir, að sér­sveit­ar­menn ísra­elska sjó­hers­ins hafi haft líf sitt að verja þegar þeir gripu til skot­vopna gegn farþegum um borð í skipi á Miðjarðar­hafi í nótt. Net­anya­hu harmaði jafn­framt það mann­tjón, sem varð í árás­inni á skipið.

„Her­menn okk­ar urðu að verja sig þar sem þeir voru í lífs­hættu," sagði Net­anya­hu eft­ir fund með Stephen Harper, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, í Ottawa í dag. 

Net­anya­hu er í op­in­berri heim­sókn í Kan­ada og ætlaði að fara til Washingt­on í morg­un á fund Baracks Obama, Banda­ríkja­for­seta, en hef­ur nú af­lýst þeim fundi og er á heim­leið.

Obama og Net­anya­hu ræddu sam­an í síma í dag. Sagði Obama, að mik­il­vægt væri að all­ar staðreynd­ir máls­ins yrðu leidd­ar í ljós eins fljótt og unnt er.

Obama sagðist í sam­tal­inu skilja ákvörðun ísra­elska for­sæt­is­ráðherr­ans að flýta för sinni heim og þeir myndu eiga fund síðar.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert