Svíar krefja Ísraelsmenn svara

Kveikt í fána Ísraels utan við sendiskrifstofu Ísraels í Istanbul …
Kveikt í fána Ísraels utan við sendiskrifstofu Ísraels í Istanbul í morgun. Reuters

Sænsk stjórnvöld kölluðu sendiherra Ísraels á fund í utanríkisráðuneytinu í Stokkhólmi í morgun og kröfðust skýringa á árás, sem gerð var í nótt á skipalest með hjálpargögn. Segja Svíar árásina óafsakanlega. Frönsk stjórnvöld sögðu einnig í morgun að ekkert gæti réttlætt þessa árás og Írar tóku í sama streng.

Grikkir, Spánverjar og Tyrkir hafa einnig mótmælt árásinni og Evrópusambandið hefur krafist þess að málið verði rannsakað. Grikkir hættu í morgun sameiginlegum heræfingum með Ísraelsmönnum, sem staðið hafa yfir á Miðjarðarhafi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert