Svíar krefja Ísraelsmenn svara

Kveikt í fána Ísraels utan við sendiskrifstofu Ísraels í Istanbul …
Kveikt í fána Ísraels utan við sendiskrifstofu Ísraels í Istanbul í morgun. Reuters

Sænsk stjórn­völd kölluðu sendi­herra Ísra­els á fund í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í Stokk­hólmi í morg­un og kröfðust skýr­inga á árás, sem gerð var í nótt á skipalest með hjálp­ar­gögn. Segja Sví­ar árás­ina óafsak­an­lega. Frönsk stjórn­völd sögðu einnig í morg­un að ekk­ert gæti rétt­lætt þessa árás og Írar tóku í sama streng.

Grikk­ir, Spán­verj­ar og Tyrk­ir hafa einnig mót­mælt árás­inni og Evr­ópu­sam­bandið hef­ur kraf­ist þess að málið verði rann­sakað. Grikk­ir hættu í morg­un sam­eig­in­leg­um heræf­ing­um með Ísra­els­mönn­um, sem staðið hafa yfir á Miðjarðar­hafi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert