Annað skip á leið til Gasa

00:00
00:00

Ísra­els­menn segj­ast munu stöðva öll þau skip, sem reyni að rjúfa hafn­bannið á Gasa­strönd­inni og sigla þanga. Aðgerðarsinn­ar ætla að gera nýja til­raun til að sigla með hjálp­ar­gögn til Gasa en í gær­morg­un réðust Ísra­els­menn á skipalest, sem var að flytja þangað hjálp­ar­gögn.

„Við mun­um ekki leyfa nein­um skip­um að sigla til Gasa með vist­ir handa hryðju­verka­miðstöð sem ógn­ar Ísra­el," sagði Mat­an Vilnai, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, við ísra­elska út­varpið. 

Að minnsta kosti níu manns biðu bana og marg­ir særðust í árás­inni sem Ísra­ele­menn gerðu á skipalest sex skipa, sem var á leið til Gasa­svæðis­ins. Árás­in var gerð á alþjóðlegu hafsvæði. Að minnsta kosti 9 farþegar um borð í for­ustu­skip­inu létu lífið. Alls voru á sjö­unda hundrað manna um borð í skip­un­um og eru um 480 þeirra nú í ísra­elsk­um fang­els­um. Reiknað er með að flest­um þeirra verði vísað úr landi. 

Skipu­leggj­end­ur svo­nefnds Frels­is­flota sögðust í morg­un vera að und­ir­búa að senda tvö skip til viðbót­ar til Gasa. Mata­hir Mohamad, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Malas­íu, sagði við Al-Jazeera sjón­varps­stöðina, að skip­in muni halda áfram þar til þau verða stöðvuð. Ger­ist það verði óskað eft­ir því að þau fái að halda áfram. „Við erum þegar öllu er á botn­inn hvolft, aðeins með hjálp­ar­gögn um borð." 

Mohamad er nú leiðtogi friðarsam­tak­anna Per­d­ana. Sam­tök­in eiga flutn­inga­skipið Rachel Corrie en það er nefnt eft­ir banda­rískri konu sem lét lífið í mót­mælaaðgerðum gegn Ísra­els­her á Gasa­svæðinu 2003.

Greta Berl­in, hjá Frels­is­sam­tök­um Gasa, sagði hins veg­ar við AFP frétta­stof­una að næsta til­raun til að rjúfa hafn­bannið verði ekki gerð fyrr en eft­ir nokkra daga.

Hún sagði að Rachel Corrie væri nú und­an strönd Ítal­íu og verið væri að gera við önn­ur skip.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert