Hryllingur á bensínstöð

Kona er í lífs­hættu eft­ir að karl­maður kveikti í henni á bens­ín­stöð í Ástr­al­íu í dag. Árás­armaður­inn stakk kon­una áður en hann kveikti í henni og bif­reið henn­ar í Mel­bour­ne. Að sögn vitna sagði árás­armaður­inn þeim að láta kon­una brenna þegar þau reyndu að aðstoða hana. Lög­regl­an hvatti vitni að hryll­ingn­um til að leita sér áfalla­hjálp­ar.

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni í Victoria kem­ur fram að ótt­ast er um vel­ferð ým­issa vitna að árás­inni í morg­un. Ástr­alska rík­is­sjón­varpið ABC hef­ur eft­ir lög­reglu, að kon­an og maður­inn hafi búið sam­an og lent í deil­um sem lauk með þess­um hræðilega hætti. 

Vöru­bíl­stjóri sem átti leið um bens­ín­stöðina í morg­un­um­ferðinni seg­ir að hann hafi reynt að aðstoða kon­una með hands­lökkvi­tæki en árás­armaður­inn hafi stöðvað hann með hníf. „Hann sagði að hún ætti að brenna," sagði bíl­stjór­inn í viðtali við Fairfax út­varps­stöðina. Var kon­an þá að reyna að slökkva í sjálfri sér með því að velta sér á jörðinni. Bíll­inn brann til kaldra kola en kon­an, sem er í lífs­hættu, er með bruna­sár á nán­ast öll­um lík­am­an­um. 

Ann­ar ökumaður reyndi að aka á árás­ar­mann­inn svo hægt væri að aðstoða kon­una. Árás­armaður­inn lagði þá á flótta  en lög­regl­an hand­tók hann við kirkju í ná­grenn­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert