Fimm konur hættu hjá Al-Jazeera

Fréttaþulir Al-Jazeera.
Fréttaþulir Al-Jazeera.

Fimm konur, sem starfað hafa sem fréttaþulir hjá arabísku fréttasjónvarpsstöðinni Al-Jazeera hafa sagt upp störfum eftir að yfirmaður stöðvarinnar sakaði þær um að vera ekki nægilega siðsamlega klæddar þegar þær sögðu fréttirnar.

Konurnar héldu því fram að Ayman Jaballah, aðstoðarritstjóri stöðvarinnar, hefði viðhaft um þær móðgandi ummæli. Niðurstaða innri rannsóknar, sem fór fram í höfuðstöðvum Al-Jazeera í Katar, var hins vegar sú að stjórnendur stöðvarinnar gætu ákveðið hvernig fréttaþulirnir væru klæddir til að undirstrika gildi stöðvarinnar. 

Konurnar sem hættu eru frá Líbanon, Sýrlandi og Túnis og hafa allar lesið fréttir í aðalfréttatímum stöðvarinnar.  

Stjórnvöld í Katar stofnuðu Al-Jazeera var stofnuð árið 1996. Stöðin hefur valdið miklum breytingum í Arabaheiminum og segir fréttir af mörgum málefnum en er ekki málgagn einstakra ríkisstjórna. Þá hefur hún opnað útibú í Lundúnum og sendir þar út fréttir á ensku.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hins vegar gagnrýnt ritstjórnarstefnu Al-Jazeera og sakað stöðina um að ýta undir málflutning íslamskra öfgamanna.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert