Fjórir hengdir í Íran í dag

Frá Íran.
Frá Íran. RAHEB HOMAVANDI

Fjórir menn voru hengdir í Íran í dag, en þeir voru fundnir sekir um eiturlyfjasmygl í borginni Yazd. Að sögn Fars fréttastofunnar voru þrír menn, sem ekki eru þekktir nema undir upphafsstöfum sínum, A.Sh, Kh.N og M.B. hengdir fyrir að hafa 230 kíló af ýmsum fíkniefnum í sínum fórum.

Fjórði sakborningurinn, M.M. var aflífaður fyrir að hafa 295 kíló af fíkniefnum í sinni vörslu. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um mennina eða glæp þeirra. Eftir aftökurnar í dag hafa alls 74 verið teknir af lífi í Íran það sem af er þessu ári, að sögn AFP. Á síðasta ári voru 270 hengdir í landinu.

Morð, nauðganir, vopnuð rán, eiturlyfjasala og framhjáhald eru allt glæpir sem varðað geta dauðarefsingu í Íran.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert