Kóreustríð „gæti brotist út á hverri stundu"

Suður-Kóreskt gæsluskip við strandbæinn Taean þar sem herinn hélt æfingu …
Suður-Kóreskt gæsluskip við strandbæinn Taean þar sem herinn hélt æfingu gegn kafbátaárásum í maí í kjölfar þess að tundurskeyti sökkti herskipi þeirra. POOL

Norður-Kóreskur diplómati lét hafa eftir sér í dag að spennan á Kóreuskaga væri í hæstu hæðum eftir að suður-kóresku herskipi var sökkt og að „stríð gæti brotist út á hverri stundu".

Ri Jang-Gon, fastafulltrúi Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt ræðu á aþjóðlegri ráðstefnu um afvopnun í Genf í dag og kenndi þar Suður-Kóreu og Bandaríkjunum um hið „alvarlega ástand".

„Núverandi staða á Kóreuskaga er svo alvarleg að stríð gæti brotist út á hverri stundu," sagði hann en bætti við að Norður-Kórea þyrfti á friðsamlegu andrúmslofti að halda til að vinna að framförum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert