Lýsir svívirðingum ísraelskra lögreglumanna

00:00
00:00

Paveen Yaqub, frá Manchester, sem var um borð í Mavi Marm­ara sem ísra­elsk­ir her­menn réðust um borð í á mánu­dag, seg­ist hafa orðið fyr­ir of­beldi og sví­v­irðing­um ísra­elskra lög­reglu­manna eft­ir að hún var hand­tek­in.

 „Þeir spörkuðu í fæt­urna á mér [...] og hædd­ust að mér á hebr­esku,“ seg­ir Yaqub í frétt sem birt­ist á vef Tel­egraph. „Þeir reyndu líka að taka mynd­ir af mér til minn­ing­ar og hlógu upp í opið geðið á mér. Þá leituðu þeir einnig á mér, en ég vil síður ræða það. Þeir fengu ánægju út úr því að niður­lægja okk­ur.“

Hún sagði reynsl­una hafa verið mjög erfiða en hún hafi ekki sofið í marga daga. „Við höf­um und­an­farna daga verið beitt of­beldi af ísra­elsk­um stjórn­völd­um.“

Sarah Col­borne, sem einnig var um borð í Mavi Marm­ara, lýs­ir því í sömu frétt hvernig ísra­elsk­ir her­menn skutu mann í höfuðið sem hafði komið slösuðum til bjarg­ar. Hún þver­tek­ur fyr­ir að áhafn­ar­meðlim­ir hafi verið vopnaðir og seg­ir enn ekki vitað hversu marg­ir hafi verið drepn­ir, enda nokk­urra ennþá saknað.

Skipið Mavi Marmara, sem ísraelskir sérsveitarmenn réðust á.
Skipið Mavi Marm­ara, sem ísra­elsk­ir sér­sveit­ar­menn réðust á. AMIR COHEN
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert