Hafa misst samband við flutningaskipið Rachel Corrie

Mótmælendur í Kuala Lumpur gagnrýna árásir Ísraela á mánudag.
Mótmælendur í Kuala Lumpur gagnrýna árásir Ísraela á mánudag. REUTERS

Ekkert samband er nú við írska flutningaskipið Rachel Corrie, sem koma átti til Gaza-svæðisins með ýmis hjálpargögn í kvöld eða á morgun. Að sögn Audrey Bomse frá Free Gaza Movement er talið að Ísraelar hafi rofið samband við skipið.

Vegna áframhaldandi hótana frá Ísraelum ætluðu skipuleggjendur ferðarinnar að kalla skipið til hafnar og bæta við fleiri þekktum farþegum og fjölmiðlafólki, til að reyna að koma í veg fyrir að atburðir líkir þeim sem urðu á mánudag endurtaki sig, en þá réðust Ísraelar á skip sem voru á leið með hjálpargögn á Gaza-svæðið og drápu níu áhafnarmeðlimi.

Bomse segist í samtali við AFP-fréttaveituna vona að sambandi verði aftur komið á, svo koma megi skilaboðum til áhafnarmeðlima um að koma til hafnar.

Þegar eru þónokkir þekktir einstaklingar um borð, m.a. Mairead Maguire, handhafi Friðarverðlauna Nóbels, en leiðangursstjóri er Dennis Halliday, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur fjölda upptökuvéla verið komið fyrir í skipinu, þannig að hægt verði að sýna frá því beint ráðist Ísraelar á skipið.

Skipuleggjendur ferðarinnar sögðu í gærkvöldi að Rachel Corrie væri um 400 kílómetra frá þeim stað þar sem Ísraelsher réðst á sex skip með hjálpargögnum á mánudag.

Mótmælendur í Kuala Lumpur gagnrýna árásir Ísraela á mánudag
Mótmælendur í Kuala Lumpur gagnrýna árásir Ísraela á mánudag REUTERS
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka