Hafa misst samband við flutningaskipið Rachel Corrie

Mótmælendur í Kuala Lumpur gagnrýna árásir Ísraela á mánudag.
Mótmælendur í Kuala Lumpur gagnrýna árásir Ísraela á mánudag. REUTERS

Ekk­ert sam­band er nú við írska flutn­inga­skipið Rachel Corrie, sem koma átti til Gaza-svæðis­ins með ýmis hjálp­ar­gögn í kvöld eða á morg­un. Að sögn Au­d­rey Bomse frá Free Gaza Mo­vement er talið að Ísra­el­ar hafi rofið sam­band við skipið.

Vegna áfram­hald­andi hót­ana frá Ísra­el­um ætluðu skipu­leggj­end­ur ferðar­inn­ar að kalla skipið til hafn­ar og bæta við fleiri þekkt­um farþegum og fjöl­miðlafólki, til að reyna að koma í veg fyr­ir að at­b­urðir lík­ir þeim sem urðu á mánu­dag end­ur­taki sig, en þá réðust Ísra­el­ar á skip sem voru á leið með hjálp­ar­gögn á Gaza-svæðið og drápu níu áhafn­ar­meðlimi.

Bomse seg­ist í sam­tali við AFP-frétta­veit­una vona að sam­bandi verði aft­ur komið á, svo koma megi skila­boðum til áhafn­ar­meðlima um að koma til hafn­ar.

Þegar eru þónokk­ir þekkt­ir ein­stak­ling­ar um borð, m.a. Mairead Maguire, hand­hafi Friðar­verðlauna Nó­bels, en leiðang­urs­stjóri er Denn­is Halli­day, fyrr­ver­andi aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna. Þá hef­ur fjölda upp­töku­véla verið komið fyr­ir í skip­inu, þannig að hægt verði að sýna frá því beint ráðist Ísra­el­ar á skipið.

Skipu­leggj­end­ur ferðar­inn­ar sögðu í gær­kvöldi að Rachel Corrie væri um 400 kíló­metra frá þeim stað þar sem Ísra­els­her réðst á sex skip með hjálp­ar­gögn­um á mánu­dag.

Mótmælendur í Kuala Lumpur gagnrýna árásir Ísraela á mánudag
Mót­mæl­end­ur í Kuala Lump­ur gagn­rýna árás­ir Ísra­ela á mánu­dag REU­TERS
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert