Ísraelsher um borð í hjálparskip

00:00
00:00

Ísra­elsk­ir her­menn hafa nú farið um borð í hjálp­ar­skipið Rachel Corrie sem stefn­ir á Gasa­strönd­ina. Gripið var til aðgerðar­inn­ar eft­ir að áhöfn­in hunsaði ít­rekað fyr­ir­skip­an­ir hers­ins um að breyta af leið, en hafn­bann er á Gasa­svæðinu.

Tals­menn Ísra­els­hers segja að áhöfn skips­ins hafi leyft her­mönn­un­um að koma um borð og aðgerðin sé friðsam­leg. Skip­inu verður nú siglt að ísra­elska hafn­ar­bæn­um Ashdod, þangað sem her­inn skipaði áhöfn­inni ít­rekað að halda.

Aðeins 5 dag­ar eru síðan 9 manns lét­ust og fjöl­marg­ir særðust í átök­um sem brut­ust út eft­ir að ísra­elski her­menn brut­ust um borð í tyrk­neskt hjálp­ar­skip.

Um borð í Rachel Corrie eru 5 Írar og 6 Malasíu­menn, all­ir aðgerðarsinn­ar sem styðja málstað Palestínu, auk nokk­urra áhafn­ar­meðlima. Að sögn Ísra­els­hers verða hjálp­ar­gögn­in flutt land­leiðina úr skip­inu yfir á Gasa­strönd­ina, eft­ir að skoðað hef­ur verið hvort ólög­leg­ar vör­ur séu í farm­in­um.  Hundruð tonna af hjálp­ar­gögn­um eru í skip­inu, þ.á.m. hjóla­stól­ar, hjúkr­un­ar­gögn og sement. Óleyfi­legt er að flytja bygg­ing­ar­efni til Gasa frá Ísara­el, því Ísra­els­menn segja hugs­an­legt að það verði notað af Ham­as sam­tök­un­um í hernaðarleg­um til­gangi.

Árás Ísraelshers á tyrknesk hjálparskipið vakti hörð viðbrögð um allan …
Árás Ísra­els­hers á tyrk­nesk hjálp­ar­skipið vakti hörð viðbrögð um all­an heim. FRANCO­IS LENO­IR
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert