Mótmæltu árásum á hjálparskip

Mótmælendur fylktu liði um götur Lundúna í dag, flestir af …
Mótmælendur fylktu liði um götur Lundúna í dag, flestir af tyrknesku bergi brotnir. Reuters

Þúsundir manna þyrptust út á götur Lundúna í dag til að mótmæla árásum Ísraela á hjálparskip úti fyrir ströndum Gasa. Endaði mótmælagangan úti fyrir bústað forsætisráðherra í Downing stræti og skapaðist mikið umferðaröngþveiti í Lundúnum vegna þessa. Kröfðust mótmælendur þess að bresk stjórnvöld gripu til aðgerða gagnvart Ísrael.

Í fréttaskeytum er haft eftir einum talsmanni mótmælanna að dráp á níu tyrkneskum hjálparstarfsmönnum hafi dregið athygli umheimsins að hræðilegum glæpum gagnvart Palestínumönnum á Gasaströndinni. Flestir mótmælenda koma úr samfélagi Tyrkja í London. Mikil reiði var meðal fólksins, sem krafðist þess að David Cameron forsætisráðherra og stjórn hans muni ásamt leiðtogum ESB beita sér gegn Ísraleum, sem hafi allt of lengi fengið óáreittir að brjóta á rétti Palestínumanna.

Samtímis fóru fram svipuð mótmæli á götum Edinborgar í Skotlandi í dag. Þar gekk fólk um mótmælaspjöld sem á stóð meðal annars: Frelsum Palestínu og stöðvum stríðið á Gasa.

Mótmælendur í Lundúnum voru með fána og spjöld.
Mótmælendur í Lundúnum voru með fána og spjöld. LUKE MACGREGOR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert