Barist við rotturnar

mbl.is

Borgaryfirvöld í Teheran, höfuðborgar Íran, hafa skorið upp herör gegn rottuplágunni í borginni. Eru sumar rotturnar á stærð við ketti, samkvæmt frétt ríkisdagblaðs í dag. Kemur fram í fréttinni að á hverju ári séu drepnar yfir ein milljón rottna í borginni. En þrátt fyrir það fjölgar rottum mikið á ári hverju.

Alls eru íbúar Teheran átta milljónir talsins og í sumum hverfum borgarinnar eru rotturnar sexfalt fleiri en íbúarnir. Eins eru rotturnar engin smásmíði en rottur Teheran-borgar eru að meðaltali 25% stærri en rottur annars staðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert