Handtekinn vegna gruns um upplýsingaleka

Bútur úr myndbandinu fræga.
Bútur úr myndbandinu fræga. Reuters

Greiningarsérfræðingur hjá bandaríska hernum, Bradley Manning, hefur verið handtekinn vegna gruns um upplýsingaleka. Upplýsingarnar sem um ræðir, eru myndband sem sýnir árás þyrlu bandaríska hersins á borgara í Bagdad árið 2007 og önnur gögn.

Yfirvöld handtóku Manning, eftir að fyrrum tölvuþrjótur, Adrian Lamo, sagði til hans. Manning er þessa stundina ennþá í varðhaldi.

Manning hafði að sögn Lamos, stært sig af upplýsingalekanum. Lamo hugnaðist hins vegar ekki þessi framkoma og lét yfirvöld vita. Hann sagði að þjóðaröryggi væri í húfi og því gæti hann ekki þagað yfir þessum upplýsingum. Lamo sagði Manning einnig hafa stært sig af fleiri lekum, m.a. af annarri upptöku sem sýndi loftárás í Afganistan.

Vefsíðan WikiLeaks, sem fyrst miðla birti myndbandið af loftárásinni í Bagdad, hefur ekki staðfest að Manning hafi veitt upplýsingarnar.

Á myndbandinu fræga má sjá loftárás bandaríska hersins á borgara í Bagdad. Um tólf manns létu lífið í árásinni. Myndbandið var afar umdeilt þegar það var sýnt. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur ekki dregið trúverðugleika myndbandsins í efa. Það hefur hins vegar reynt að rekja það hver lak upplýsingunum. Nú kann að vera, að þeirri leit sé lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert