Danir mótmæla niðurskurði

Strikið í Kaupmannahöfn.
Strikið í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Fjöl­menn mót­mæli voru í dag utan við þing­húsið í Kaup­manna­höfn þar Dan­ir mót­mæltu áætl­un­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar um mik­inn niður­skurð í rík­is­fjár­mál­um. Lög­regla tel­ur að um 40.000 manns hafi mætt á mót­mæl­in en skipu­legg­end­ur þeirra segja að tvö­falt fleiri hafi tekið þátt.

Verka­lýðsleiðtoga fluttu ræður þar sem rík­is­stjórn­in var harðlega gagn­rýnd fyr­ir að „svipta þá stuðningi sem eru viðkvæm­ast­ir fyr­ir í sam­fé­lag­inu".  Rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen til­kynnti  áætlan­ir sín­ar um niður­skurð í maí og kom þar m.a. fram að at­vinnu­leys­is­bæt­ur yrðu ekki greidd­ar leng­ur en í tvö ár, þró­un­ar­hjálp yrði sett á ís og þak sett á fé­lags­leg­ar bæt­ur til fjöl­skyldna. Mark­miðið er að spara allt að 24 millj­arða danskra króna til árs­ins 2013 og ná þannig fjár­laga­hall­an­um und­ir 3% af vergri lands­fram­leiðslu.

Þingið verður að af­greiða frum­varpið fyr­ir lok júní­mánaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka