Danir mótmæla niðurskurði

Strikið í Kaupmannahöfn.
Strikið í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Fjölmenn mótmæli voru í dag utan við þinghúsið í Kaupmannahöfn þar Danir mótmæltu áætlunum ríkisstjórnarinnar um mikinn niðurskurð í ríkisfjármálum. Lögregla telur að um 40.000 manns hafi mætt á mótmælin en skipuleggendur þeirra segja að tvöfalt fleiri hafi tekið þátt.

Verkalýðsleiðtoga fluttu ræður þar sem ríkisstjórnin var harðlega gagnrýnd fyrir að „svipta þá stuðningi sem eru viðkvæmastir fyrir í samfélaginu".  Ríkisstjórn Lars Løkke Rasmussen tilkynnti  áætlanir sínar um niðurskurð í maí og kom þar m.a. fram að atvinnuleysisbætur yrðu ekki greiddar lengur en í tvö ár, þróunarhjálp yrði sett á ís og þak sett á félagslegar bætur til fjölskyldna. Markmiðið er að spara allt að 24 milljarða danskra króna til ársins 2013 og ná þannig fjárlagahallanum undir 3% af vergri landsframleiðslu.

Þingið verður að afgreiða frumvarpið fyrir lok júnímánaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert