Fimm í formannskjöri

Diane Abbott er meðal þeirra sem á möguleika á að …
Diane Abbott er meðal þeirra sem á möguleika á að verða næsti formaður Verkamannaflokksins

Fimm munu keppa um formannsembættið í Verkamannaflokknum í Bretlandi en eins og fram hefur komið sagði Gordon Brown af sér eftir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Þeir sem hlutu tilnefningu eru: bræðurnir David Miliband og Ed Miliband, Ed Balls, Andy Burnham og Diane Abbott.

Karlarnir fjórir hafa allir gegnt ráðherraembætti fyrir flokkinn en Diane Abbott hefur setið á þingi um áratugaskeið.

Tilkynnt verður um nýjan formann Verkamannaflokksins þann 25. september nk.

Utanríkisráðherrann fyrrverandi, David Miliband, fékk flestar tilnefningar meðal þingmanna flokksins 81. Yngri bróðir hans, fyrrum orkumálaráherrann Ed, var með 63 tilnefningar en Abbott, Burnham og Balls fengu öll 33 tilnefningar hvert.

Margir flokksmenn fögnuðu því hve margir þingmenn tilnefndu Abbott enda ýmsir ósáttir við að listi yfir mögulega formenn Verkamannaflokksins væri einvörðungu skipaður hvítum karlmönnum sem eru á svipuðum aldri og með svipaðan bakgrunn.

David Miliband segist hafa valið hana til þess að tryggja það að kona væri meðal mögulegra frambjóðenda og þingmaðurinn  John McDonnell sagðist hafa gefið henni sitt atkvæði til þess að það væri að minnsta kosti ein vinstri manneskja meðal frambjóðenda.


David Miliband
David Miliband TOBY MELVILLE
Ed Miliband, umhverfisráðherra Bretlands.
Ed Miliband, umhverfisráðherra Bretlands. BOB STRONG
Ed Balls
Ed Balls Reuters
Andy Burnham
Andy Burnham Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert