Bloggari hjálpar AGS

Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er meðal aðdáenda Edwards Hughs.
Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er meðal aðdáenda Edwards Hughs. Reuters

Bloggarinn Edward Hugh hefur eignast fjölda aðdáenda upp á síðkastið. Þeirra á meðal er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, en nýlega sótti sjóðurinn í viskubrunn Hughs.

Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðingurinn Paul Krugman er einnig meðal aðdáenda Hughs. Nýlega tjáði Krugman CNN-fréttastofunni að hann óskaði þess að Hugh skrifaði oftar.

Edward Hugh flutti frá Bretlandi fyrir tveimur áratugum síðan. Þessa dagana nýtur hann lífsins á Spáni. Hugh gekk í hagfræðiskóla Lundúna, London School of Economics, á sjöunda áratugnum. Hann segist þó ekki hafa lært mikið þar og haft takmarkaðan áhuga á hagfræði fyrst um sinn.

Það var ekki fyrr en Japanska hagkerfið lenti í basli, sem að áhugi hans á hagfræði vaknaði fyrir alvöru. Hann segist ekki hafa áhuga á hagfræði viðfangsefnum, nema þeim fylgi vandræði, líkt og Japanir lentu í. Það er því ekki skrýtið, að Hugh láti að sér kveða þessa dagana.

Hugh hefur vakið athygli upp á síðkastið fyrir skoðanir sínar á málefnum Evrópulandanna. Nýlega stakk hann upp á því að Þjóðverjar skiptu aftur um gjaldmiðil og tækju upp þýska markið að nýju. Hugmyndin hefur vakið mikið umtal, en Hugh telur að það væri fljótlegasta leiðin fyrir þjóðir Evrópu út úr kreppunni.

Hugh segist ekki hafa minnstan áhuga á því að skipta um umhverfi. Atvinnutilboðum hefur rignt yfir hann, en hann segir engar líkur á því að hann muni taka þeim.

„Ég flutti hingað, til að flýja skrifstofuna. Öll þessi tilboð mega eiga sig,“ segir Hugh og bætir við að lokum: „Ég er þó alltaf reiðubúinn að aðstoða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn við að endurreisa Spán.“

Slóðin á bloggið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert