Ætlaður leiðtogi alþjóðlegs barnaklámhrings handtekinn

Milljónir klámfenginna mynda fundust heima hjá foreldrum Castrillon
Milljónir klámfenginna mynda fundust heima hjá foreldrum Castrillon Reuters

Barnalæknir sem sakaður er um að leiða alþjóðlegan barnaklámshring var handtekinn á flugvelli í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, í dag. Maðurinn, Guillermo Gallon Castrillon, var eftirlýstur af Interpol víða um heim vegna kynferðisglæpa gegn börnum.

Castrillon var að koma frá Indlandi þegar hann var tekinn höndum. Hefur mál hans verið til rannsóknar lögreglu í fimm ár en í rannsókninni tóku þátt lögreglumenn frá ýmsum löndum, meðal annars frá Spáni, Brasilíu, Ástralíu og Þýskalandi.

Á sama tíma og hann var tekinn höndum réðist lögregla inn á heimili foreldra hans. Þar fundust milljónir klámfengina ljósmynda.

Lögreglan notaði háþróaðan tölvubúnað til að bera kennsl á Castrillon á barnaklámmyndum á alnetinu þar sem andlit hans hafði verið afmáð. Með sama búnaði tókst að bera kennsl á skólabúninga barna á myndunum en þeir reyndust vera einkennisbúningar barna sem gegnu í skóla í borginni  Baranquilla. Reyndust sumar myndirnar teknar á vegahótelum þar í borg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert