Njóta ekki friðhelgi gert að mæta fyrir dóm

Kieran Doherty

Kröfu fjögurra breskra þingmanna, sem hafa verið ákærðir í tengslum við fríðindahneyksli olli breska þinginu miklum álitshnekki, um að þeir nytu friðhelgi þingmanna hefur verið hafnað. Þingmennirnir eru ákærðir fyrir bókhaldsbrot. Þrír eru fyrrum þingmenn Verkamannaflokksins en einn þeirra situr í lávarðadeildinni fyrir Íhaldsflokkinn.

Dómarinn hafnaði kröfu lögmanna Elliott Morley, David Chaytor, Jim Devine og Hanningfield lávarðs um að einungis þingið mætti taka á máli þeirra. Sagði dómarinn að það væri ekkert sem hindraði að réttarhöldin gætu farið fram.  Fjórmenningarnir neita allir sök og hafa lögmenn þeirra áfrýjað ákvörðun dómarans. Ef þeir verða fundir sekir um þau brot sem þeir eru ákærðir fyrir eiga þeir yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi.

Alvarlegustu ásakanirnar snúast um endurgreiðslur vegna afborgana af húsnæðislánum sem þegar höfðu verið greiddar að fullu.

Paul White, þekktur sem Hanningfield lávarður, er ákærður í sex liðum á á meðan hinir þrír eru ákærðir fyrir 2-3 brot hver. Elliot Morle, fyrrverandi ráðherra, er ákærður   vegna 30.000 punda endurgreiðslna af fasteignalánum.

Flokksfélagar hans, David Chaytor og Jim Devine eru einnig ákærðir fyrir að hafa fengið endurgreiddar greiðslur sem ekki átti að færa til kostnaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert