Prestur sekur um fjöldamorð

Francois Bazaramba.
Francois Bazaramba.

Dómstóll í Finnlandi hefur dæmt prest frá Afríkuríkinu Rúanda í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa átt þátt í fjöldamorðunum þar í landi. Francois Bazaramba flutti til Finnlands árið 2003. Í Finnlandi er hægt að höfða mál vegna glæpa gegn mannkyni, sama hvar glæpurinn var framinn í heiminum.

Fram kemur í dómnum að Bazaramba hafi ætlað sér að eyða öllum tútsum í Rúanda. Hersveitir hútúa drápu um 800.000 tútsa og hófsama hútúa á 100 dögum árið 1994.

Bazaramba hyggst áfrýja. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2007. Árið 2003 sótti hann um pólitístk hæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert