Skútan er mikið skemmd

 „Síðustu dagar hafa verið dálítið brjálaðir. Þetta gerðist allt svo hratt, en ég var heppin að það skyldi vera bátur nálægt mér sem gat hjálpað mér,“ sagði Abby Sunderland, 16 ára stúlka sem stefndi að sigla umhverfis hnöttinn í skútu. Skútan er stóskemmd.

Franskt fiskiskip aðstoðaði stúlkuna, en hún lenti í miklum hremmingum á skútunni í haugasjó á sunnanverðu Indlandshafi. Fjarskiptasamband rofnaði við skútuna um tíma, en stúlkan gat látið vita að hún væri heil á húfi.

Sunderland sagði í samtali við ástralska sjónvarpsstöð að hún væri ákveðinn í því að halda áfram að sigla þrátt fyrir að hafa lent í þessum hremmingum. Hún segist ætla að gera aðra tilraun til að sigla umhverfis jörðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert