Viðvörun um flóðbylgju

Mikið tjón varð á ströndum í Indónesíu fyrir nokkrum árum …
Mikið tjón varð á ströndum í Indónesíu fyrir nokkrum árum þegar flóðbylgja gekk þar á land. STRINGER/MALAYSIA

Gef­in hef­ur verið út viðvör­un um hættu á flóðbylgju eft­ir að jarðskjálfti upp á 7,7 reið yfir Nicob­ar eyju í Ind­lands­hafi.


Í til­kynn­ingu frá eft­ir­lits­stöð á Hawaii nær viðvör­un­in til Ind­lands, Indó­nes­íu, Sri Lanka, My­an­mar, Thai­lands, Malays­íu og eyj­ar í Ind­lands­hafi.

Upp­tök jarðskjálft­ans eru um 160 kíló­metra frá Nicob­ar-eyju í Ind­lands­hafi.  Í til­kynn­ingu frá stjórn­stöðinni á Hawaii seg­ir að ekki sé vitað til þess að flóðöld­ur hafi borist að landi.

Árið 2004 fór­ust um 220 þúsund manns í flóðbylgju eft­ir að jarðskjálfti reið yfir en hann átti upp­tök sín út af eyj­unni Su­mötru á Indó­nes­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert