Viðvörun um flóðbylgju

Mikið tjón varð á ströndum í Indónesíu fyrir nokkrum árum …
Mikið tjón varð á ströndum í Indónesíu fyrir nokkrum árum þegar flóðbylgja gekk þar á land. STRINGER/MALAYSIA

Gefin hefur verið út viðvörun um hættu á flóðbylgju eftir að jarðskjálfti upp á 7,7 reið yfir Nicobar eyju í Indlandshafi.


Í tilkynningu frá eftirlitsstöð á Hawaii nær viðvörunin til Indlands, Indónesíu, Sri Lanka, Myanmar, Thailands, Malaysíu og eyjar í Indlandshafi.

Upptök jarðskjálftans eru um 160 kílómetra frá Nicobar-eyju í Indlandshafi.  Í tilkynningu frá stjórnstöðinni á Hawaii segir að ekki sé vitað til þess að flóðöldur hafi borist að landi.

Árið 2004 fórust um 220 þúsund manns í flóðbylgju eftir að jarðskjálfti reið yfir en hann átti upptök sín út af eyjunni Sumötru á Indónesíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert