Þingkosningar fara nú fram í Belgíu en talið er að kosningarnar kunni að færa landið nær því að skiptast í tvennt.
Flæmska aðskilnaðarbandalaginu er spáð góðum árangri í kosningunum en leiðtogi þess Bart De Wever styður tvískiptingu landsins.
Um væri verið að ræða skiptingu landsins í hinn hollenskumælandi hluta, Flanders og frönskumælandi hlutann, Wallonia.
Þetta er í fyrsta sinn sem flokkur sem áræðir endalok Belgíu, virðist munu verða ótvíræður sigurvegari þingkosninga.