Karzai talar við talibana

Hamid Karzai, forseti Afganistan, heimsótti í dag helgistað talibana í Kandahar og lofaði um leið að bæta stjórnun í landinu, en spilling er mikið vandamál í Afganistan.

Karzai skoðaði á nokkur hundruð öldunga í Kandahar sem hlustuðu á mál hans, að ganga til liðs við stjórn hans. Kandahar er í höfuðvígi talibana.

„Þeir sem búa í Kandahar lifa við mjög erfið lífsskilyrði,“ sagði Karzai. „En við getum hægt og bítandi stigið skref fram á við.“

Karzai var sýnt banatilræði þegar hann heimsótti Kandahar árið 2005. Fjölskylda hans á hins vegar sterkar rætur í héraðinu. Bróðir hans er í stjórnunarstöðu í héraðinu, en hann hefur verið sakaður um spillingu.

Stríðið í Afganistan hefur núna staðið í níu ár. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að hann ætli að hefja heimflutning herliðs frá landinu í júlí 2011. Búist er við að áður en að þeim tímapunkti komi verði erlendir hermenn í landinu orðnir um 150 þúsund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert