Hundruð rússneskra fallhlífahermanna lentu í Kirgistan í dag til að verja hernaðarmannvirki Rússa í landinu og rússneska borgara. Talið er að fjöldi hermannanna sé á bilinu 400 og 650.
Þetta hefur Reuters eftir Interfax-fréttastofunni.
Kirgisar hafa ítrekað óskað eftir hernaðarastoð Rússa til að ná tökum á ástandinu í landinu. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki reiðubúinn að senda hermenn til að gæta friðar að svo stöddu en til stendur að ræða málið á fundi öryggisnefndar fyrrum Sovétlýðvelda. Rússar veita nefndinni forystu.