Trylltur lýður slátrar og brennir Úsbeka

Lýður Kirga hefur kveikt í þorpum Úsbeka í Kirgistan, slátrað íbúum þeirra og brotist inn í lögreglustöðvar til þess að ræna vopnum sem halda morðæðinu gangandi.

Stjórnvöld þar í landi hafa fyrirskipað hermönnum að skjóta og bana múgnum en jafnvel það hefur ekki stöðvað hið stigmagnandi ofbeldi í Kirgistan.

Læknar og mannréttindafrömuðir segja að opinbera talan sé allt of lág því særðir Úsbekar eru allt of hræddir um á sig verði aftur ráðist fari þeir á spítala.

Æsingurinn er sá versti sem landið hefur séð síðan fyrrv. forseti Kurmanbek Bakiyev var steypt af stóli í blóðugri uppreisn í apríl. Úsbekar hafa stutt stjórnvöldin sem tóku við á meðan margir Kirgar í suðri landsins höfðu stutt forsetann afsteypta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert