Trylltur lýður slátrar og brennir Úsbeka

Lýður Kirga hef­ur kveikt í þorp­um Úsbeka í Kirg­ist­an, slátrað íbú­um þeirra og brot­ist inn í lög­reglu­stöðvar til þess að ræna vopn­um sem halda morðæðinu gang­andi.

Stjórn­völd þar í landi hafa fyr­ir­skipað her­mönn­um að skjóta og bana múgn­um en jafn­vel það hef­ur ekki stöðvað hið stig­magn­andi of­beldi í Kirg­ist­an.

Lækn­ar og mann­rétt­inda­frömuðir segja að op­in­bera tal­an sé allt of lág því særðir Úsbek­ar eru allt of hrædd­ir um á sig verði aft­ur ráðist fari þeir á spít­ala.

Æsing­ur­inn er sá versti sem landið hef­ur séð síðan fyrrv. for­seti Kurm­an­bek Bakiyev var steypt af stóli í blóðugri upp­reisn í apríl. Úsbek­ar hafa stutt stjórn­völd­in sem tóku við á meðan marg­ir Kirg­ar í suðri lands­ins höfðu stutt for­set­ann af­steypta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert