Vextir í Evrópu og BNA hækka ekki fyrr en 2011

Reuters

Ekki er líklegt að vextir í Evrópu og Bandaríkjunum hækki fyrr en á næsta ári. Verði þeir hækkaðir fyrr getur það haft neikvæð áhrif á efnahagsbata um allan heim en skuldakreppan í Evrópu hefur þegar hægt á honum. Eru líkurnar á að vextir hækki í á þriðja eða fjórða ársfjórðungi þessa árs, eins og vonir stóðu til, þannig hverfandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Bank for International Settlements (BIS) bendir staða mála í Evrópu til þess að vextir verði ekki hækkaðir fyrr en seint á fyrsta ársfjórðungi 2011. Endurspeglar þetta yfirlýstar fyrirætlanir seðlabanka víða um heim í þá veru að ekki væri von á vaxtahækkunum.

Fjárfestar hafa lýst áhyggjum af því að erfiðar aðstæður á mörkuðum gætu fært efnahagsbatann út af sporinu. BIS hefur varað við að magrir tímar geti verið framundan á mörkuðum í ýmsum löndum sem leitt gættu til samdráttar.

Vegna kreppunnar hafa seðlabankar brugðið á það ráð að lækka vexti verulega í þeim tilgangi að koma lánsfé á hreyfingu og styrkja efnahagskerfið. Voru þeir farnir að hækka vexti en skuldakreppan í Evrópu setti strik í reikninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert