Obama vill hreina orku

Barack Obama
Barack Obama Reuters

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, kallaði í dag eftir stuðningi samflokksmanna sinna í Demókrataflokknum og annarra fylgismanna sinna við breyttar áherslur í orku- og eldsneytismálum þjóðarinnar. Vill hann að stefnt verði að aukinni notkun hreinnar orku og umhverfisvænni orkuframleiðslu.

Frá þessu segir BBC.

Kvað forsetinn að Bandaríkjamenn yrðu að sætta sig við nýja framtíðarsýn í orkumálum. „Fyrir utan áhættuna sem felst í að bora holur fjórar mílur ofan í jörðina gerir olíuþörf okkar að verkum að við sendum í hverjum mánuði milljarða dala af þeim auði sem við höfum þrælað fyrir til annarra landa - þar á meðal til hættulegra og óstöðugra svæða,“ sagði Obama. Að Bandaríkin væru háð utanaðkomandi eldsneyti sagði hann að gæti ógnað þjóðaröryggi, efnahag landsins, umhverfi þess og náttúru.

„Við getum ekki frestað þessu lengur og þess vegna bið ég um ykkar hjálp.“

Obama kallaði olíulekann á Mexíkóflóa 11. september umhverfisslysanna og myndi breyta því hvaða augum Bandaríkjamenn litu orku og eldsneyti. Forsetin er nú á ferð um þau svæði Bandaríkjanna sem finna fyrir áhrifum lekans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka