Obama vill hreina orku

Barack Obama
Barack Obama Reuters

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, kallaði í dag eft­ir stuðningi sam­flokks­manna sinna í Demó­krata­flokkn­um og annarra fylg­is­manna sinna við breytt­ar áhersl­ur í orku- og eldsneyt­is­mál­um þjóðar­inn­ar. Vill hann að stefnt verði að auk­inni notk­un hreinn­ar orku og um­hverf­i­s­vænni orku­fram­leiðslu.

Frá þessu seg­ir BBC.

Kvað for­set­inn að Banda­ríkja­menn yrðu að sætta sig við nýja framtíðar­sýn í orku­mál­um. „Fyr­ir utan áhætt­una sem felst í að bora hol­ur fjór­ar míl­ur ofan í jörðina ger­ir olíuþörf okk­ar að verk­um að við send­um í hverj­um mánuði millj­arða dala af þeim auði sem við höf­um þrælað fyr­ir til annarra landa - þar á meðal til hættu­legra og óstöðugra svæða,“ sagði Obama. Að Banda­rík­in væru háð ut­anaðkom­andi eldsneyti sagði hann að gæti ógnað þjóðarör­yggi, efna­hag lands­ins, um­hverfi þess og nátt­úru.

„Við get­um ekki frestað þessu leng­ur og þess vegna bið ég um ykk­ar hjálp.“

Obama kallaði olíulek­ann á Mexí­kóflóa 11. sept­em­ber um­hverf­is­slys­anna og myndi breyta því hvaða aug­um Banda­ríkja­menn litu orku og eldsneyti. For­set­in er nú á ferð um þau svæði Banda­ríkj­anna sem finna fyr­ir áhrif­um lek­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert