Varnarmálaráðherra Austurríkis, Norbert Darabos, segir að stjórnvöld muni taka um helming allra skriðdreka í landinu úr umferð í sparnarskyni. „Við verðum að spara,“ sagði hann í samtali við sjónvarpsstöðina ORF2. Staðan sé einfaldlega þannig að menn verði að ræða um þessa hluti opinskátt.
Um er að ræða 384 skriðdreka. Af þeim eru 114 svokallaðir af Leopard 2 gerð. Þetta mun spara ríkinu marga tugi milljóna evra í rekstrarkostnað og í æfinga- og kennslukostnað. Síðast en ekki síst mun þetta draga úr eldsneytiskostnaði.
„Kalda stríðið er ekki lengur í gangi. Við búumst ekki við skriðdrekabardögum á komandi árum,“ sagði Darabos og bætti við að Austurríkismenn eigi enn nútímalegustu skriðdrekaflotann í Evrópu.
Stjórnvöld hafa, líkt og margar Evrópuþjóðir, boðað aðahaldsaðgerðir. Skv. þeim verður herinn að spara 540 milljónir evra á ári, en á fjárlögum landsins hefur 1,2 milljarðar evra runnið til hersins.
Þeir skriðdrekar sem verða teknir úr umferð verða settir í geymslu. Þeir verða ekki seldir í brotajárn.