Andislömsk vín- og svínakjötshátíð bönnuð

Eiffelturninn, eitt af táknum Parísar. Hann tengist fréttinni ekki beint.
Eiffelturninn, eitt af táknum Parísar. Hann tengist fréttinni ekki beint. Reuters

Lög­reglu­yf­ir­völd í Par­ís lögðu í dag bann við því að hald­in verði vín- og svína­kjöts­götu­hátíð í borg­inni. Átti hún að fara fram á föstu­dag­inn og með henni átti að mót­mæla „islam-væðingu“ vissra hverfa í Par­ís en trú­rækn­ir múslim­ar neyta hvorki áfeng­is né svína­kjöts. Á þeim tíma sem stóð til að halda hátíðina eru múslim­ar á svæðinu venju­lega á leið úr bæna­haldi í mosku og viðbúið að fjöldi múslima verði á ferli um svæðið þá.

Seg­ist lög­regla banna hátíðina í þágu laga og alls­herj­ar­reglu.

Hátíðin hagði valdið hneyksl­an stjórn­mála­manna og and-rasískra sam­taka sem kölluðu sam­kom­una for­dóma­fulla og til þess fallna að leiða til of­beld­is á göt­um úti.

Hug­mynd­in að hátíðinni á sér ræt­ur á sam­skipta­vefn­um Face­book. Þar stofnaði kona, sem kall­ar sig Sylvie Franco­is, hóp sem skyldi berj­ast gegn áhrif­um islams í hverf­inu henn­ar. Sagði hún fólk ekki geta fengið sér í glas í friði og kon­um væri gefið illt auga væru þær ekki með blæj­ur. Hvatti hún meðlimi hóps­ins, 7000 tals­ins, til að safn­ast sam­an með vín og svínapyls­ur í mót­mæla­skyni

Í Frakklandi búa á bil­inu fimm til sex millj­ón­ir múslima.

Islamskir feðgar á bæn.
Islamsk­ir feðgar á bæn. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert