Barack Obama forseti Bandaríkjanna, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi þar sem hann ræddi um umhverfisslysið á Mexíkóflóa. Sagði Obama í sjónvarpsávarpinu að breska olíufélaginu BP yrði gert að greiða fyrir skaðann sem olíulekinn hefur valdið.
Obama sagði að á fundi sem ætti síðar með stjórnendum fyrirtækisins myndi hann óska eftir því að þeir settu upp sjóð til þess að greiða skaðabætur til þeirra sem orðið hafa fyrir tjóni vegna olíulekans.
Hann lýsti menguninni sem árás á strendur og íbúa Bandaríkjanna. Obama sagði að hvað sem er yrði gert til þess að hreinsa upp eftir slysið.