Obama: BP þarf að greiða

00:00
00:00

Barack Obama for­seti Banda­ríkj­anna, ávarpaði þjóð sína í gær­kvöldi þar sem hann ræddi um um­hverf­is­slysið á Mexí­kóflóa. Sagði Obama í sjón­varps­ávarp­inu að breska olíu­fé­lag­inu BP yrði gert að greiða fyr­ir skaðann sem olíulek­inn hef­ur valdið.

Obama sagði að á fundi sem ætti síðar með stjórn­end­um fyr­ir­tæk­is­ins myndi hann óska eft­ir því að þeir settu upp sjóð til þess að greiða skaðabæt­ur til þeirra sem orðið hafa fyr­ir tjóni vegna olíulek­ans. 

Hann lýsti meng­un­inni sem árás á strend­ur og íbúa Banda­ríkj­anna. Obama sagði að hvað sem er yrði gert til þess að hreinsa upp eft­ir slysið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert