Lögreglumaður kýldi unglingsstúlku

Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum rannsakar nú atvik þar sem einkennisklæddur lögreglumaður kýlir 17 ára gamla stúlku í andlitið. Atvikið, sem gerðist á þriðjudag, náðist á myndband og hefur farið sem eldur um sinu í netheimum.

Átök brutust út á milli lögreglumannsins og fólks sem hann hafði afskipti af fyrir að ganga yfir götu á rauðu ljósi á fjölfarinni götu í Seattle. Á myndbandsupptökunni sést lögreglumaðurinn Ian Walsh eiga í erfiðleikum með að handtaka konu þegar önnur kona kemur henni til varnar, og ýtir lögreglumanninum frá. Það leiðir til þess að Walsh kýlir konuna. Á endanum eru þær báðar leiddar inn í lögreglubíla í járnum.

Mörg mannréttindasamtök hafa farið hörðum orðum um viðbrögð lögreglumannsins. Málið er nú rannsakað og hefur Walsh verið gert að sinna skrifstofustörfum á meðan rannsóknin stendur yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert