Deilt um brúðkaupsmyndir

Viktoría krónprinsessa og Daniel Westling.
Viktoría krónprinsessa og Daniel Westling. Reuters

Alþjóðlegu fréttaveiturnar Reuters, AP og AFP hafa hótað að fjalla ekkert um brúðkaup Viktoríu krónprinsessu og Daniels Westlings vegna deilna við sænska ríkissjónvarpið, sem hefur sett ströng skilyrði varðandi myndbirtingar frá athöfninni.

Helga Baagøe, upplýsingafulltrúi sænska sjónvarpsins, segir að samkomulag hefði náðst um að fréttastofurnar fengju að sýna eina og hálfa mínútu frá sjálfri athöfninni. Þá hafi verið búið að semja um verð. Viðræðurnar hafi hins vegar strandað á því að sænska sjónvarpið hafi farið fram á það að efnið væri aðeins leyft til birtingar í tvo sólarhringa.

Viktoría og Daniel munu ganga í það heilaga í Stokkhólmi kl. 15:30 að sænskum tíma, eða klukkan 13:30 að íslenskum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert