18 manns féllu í Bagdad

Frá Írak
Frá Írak Reuters

Tvær bílasprengjur sem sprungu í Bagdad í morgun urðu 18 manns að bana og slösuðu 42 til viðbótar. Flest fórnarlambanna voru konur og umferðarlögreglumenn.

Sprengjurnar sprungu í Al-Yarmuk hverfinu í vestur Bagdad, höfuðborg Íraks, og liðu um tvær mínútur á milli sprenginganna.

Þeim hafði verið komið fyrir í bílum sem lagt var á fjölmennu svæði við opinberar byggingar t.d. stendur útibú ríkisbanka Íraks þar skammt frá. Töluverðar skemmdir urðu á bankanum. 

Mikill erill var á svæðinu enda marka sunnudagar upphaf vinnuvikunnar í hinum múslímska heimi.

Töluverður ófriður ríkir nú í Bagdad en síðast í gærkvöldi urðu vegasprengjur 4 að bana.






mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka