Flugvélar er saknað í Kamerún

Flugvélar með yfirmönnum námafyrirtækis er saknað.
Flugvélar með yfirmönnum námafyrirtækis er saknað. Reuters

Flugvélar með 10 manns innanborðs er saknað í Kamerún. Vélin var á flugi yfir frumskógarsvæði, frá Kamerún til Austur-Kongó, með stjórnendur ástralsks námufyrirtækis.

Óttast er um líf fólksins en níu farþegar voru um borð auk flugmanns. Sex farþeganna eru Ástralir. Stjórnvöld í Ástralíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu mála.

Umfangsmikil leit er hafin og er hún aðallega í höndum hers Kamerún og Lýðveldisins Kongó.

Ástralirnir voru í viðskiptaerindum og höfðu fundað með  stjórnvöldum í Kamerún, Miðbaugs-Gíneu og í A -Kongó. Tilgangurinn var að ræða járnnámu-verkefni í löndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert