Þjóðin standi við bakið á hernum

David Cameron vill efla stuðning við herinn
David Cameron vill efla stuðning við herinn Reuters

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir það ekki aðeins vera hlutverk stjórnvalda að styðja við bakið á hernum heldur þurfi stuðnings almennings að njóta við.

Forsætisráðherrann segir stuðning við  herinn vera samfélagslega skyldu allra breskra borgara. Mikilvægt sé að hermenn og fjölskyldur þeirra séu metnir að verðleikum og þeir finni stuðning þjóðarinnar.

Cameron lagði áherslu á stuðning þjóðarinnar við herinn í grein sem hann skrifaði í The Sunday Telegraph um helgina. Vika er síðan hann snéri heim frá opinberri heimsókn til Afganistan þar sem hann kynnti sér starf hersins þar. 

299 breskir hermenn hafa látið lífið við skyldustörf í Afganistan frá því stríðið þar hófst árið 2001.

Segir hann virðingu almennings fyrir hernum vera mikla en nauðsynlegt sé að gera hana sýnilegri. Þannig hvetur Cameron almenning til að styrkja samtök slasaðra hermanna og minningarsjóði. Einnig til þess að sýna stuðninginn í verki með því að mæta á viðburði til stuðnings hersins.

Þá hefur Cameron tilkynnt að hann muni auka fjárframlög til fjölskyldna hermenna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert