Olíubætur berist fljótt

Frá slysstaðnum á laugardag. Eldur logaði í hluta olíubrákarinnar.
Frá slysstaðnum á laugardag. Eldur logaði í hluta olíubrákarinnar. Reuters

Kenn­eth Fein­berg, sem fer fyr­ir bóta­greiðslum breska ol­í­uris­ans BP vegna olíulek­ans í Mexí­kóflóa, boðar skjóta meðferð skaðabóta­mála vegna þess tjóns sem lek­inn hef­ur valdið. Fein­berg hef­ur úr 20 millj­örðum dala, um 2.534 millj­örðum króna, að spila.

Fein­berg hef­ur eft­ir Barack Obama Banda­ríkja­for­seta að hann vilji að bæt­urn­ar verði greidd­ar út sem fyrst.

Þá boðar Fein­berg að um­sækj­end­ur, sjó­menn og aðrir, verði látn­ir njóta vaf­ans þegar um­sókn­ir um bæt­ur eru tekn­ar til greina.

At­b­urðarás­in fyr­ir slysið 20. apríl sl., þegar olíu­bor­pall­ur­inn Deepwater Horizon varð að eld­hafi og sökk með þeim af­leiðing­um að 11 biðu bana, er smátt og smátt tek­in að skýr­ast.

Tók eft­ir bil­un

Þannig hef­ur Tyrone Bent­on, fyrr­ver­andi starfsmaður á pall­in­um, staðfest í sam­tali við Panorama, frétta­skýr­ing­arþátt BBC, að hann hefði orðið olíuleka var í ör­ygg­is­búnaði palls­ins.

Í fram­hald­inu hafi hins veg­ar ekki verið tekið á vanda­mál­inu held­ur ein­fald­lega slökkt á um­rædd­um hluta búnaðar­ins og ann­ar tek­inn í notk­un í staðinn.

Bent­on kveðst hins veg­ar ekki viss um hvort bilaði hlut­inn hafi verið sett­ur af stað aft­ur fyr­ir slysið.

Styttu sér leið hjá ör­ygg­is­regl­um

Haft er eft­ir Henry Waxm­an, þing­manni demó­krata í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings, að sterk­ar vís­bend­ing­ar séu um að starfs­menn BP hafi stytt sér leið hjá ör­ygg­is­regl­um í ágóðaskyni.

Tak­ist að færa rök fyr­ir því í rétt­ar­sal gætu skaðabóta­kröf­urn­ar á hend­ur BP orðið stjarn­fræðileg­ar. Slysið er enda komið í sögu­bæk­urn­ar. 

Reyn­ist sú áætl­un banda­rísku jarðfræðistofn­un­ar­inn­ar (USGS) rétt að á milli 35.000 til 60.000 tunn­ur af olíu hafi lekið í fló­ann dag hvern og þar af leiðandi allt að 3,6 millj­ón­ir tunna er á ferð stærsta ol­íu­slys sög­unn­ar á hafi úti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert