Frakki, sem er ákærður fyrir að hafa myrt klefafélaga sinn og að hafa borðað lunga hans, kom fyrir dómara í Rúðuborg í dag. Nicolas Cocaign, 39 ára, segir ástæðuna fyrir morðinu og mannátinu vera þá að hann hafi viljað eignast sálu hins myrta.
Nicolas Cocaign er ákærður fyrir að hafa barið Thierry Baudry í klefa þeirra í janúar 2007. Hann lét ekki þar við sitja heldur sparkaði í hann, stakk hann með skærum og að lokum kæfði hann Baudry með ruslapoka.
Síðan opnaði hann brjóst hol Baudry með rakvélablaði, tók rif úr síðu hans og líffæri sem hann hélt að væri hjarta viðkomandi en reyndist vera lunga.