Kröfur Svía um að aflétt verði banni við sölu og notkun munntóbaksins Snus innan Evrópusambandsins hafa ekki hlotið náð fyrir augum John Dalli, yfirmanns heilsu- og neytendamála í framkvæmdastjórn sambandsins.
Samkvæmt frétt sænska dagblaðsins Dagens nyheter vinnur Dalli nú að nýrri tilskipun um tóbaksvarnir sem gengur mun lengra en fyrri löggjöf og er gert ráð fyrir því að hún verið tilbúin í nóvember á þessu ári.
Haft er eftir Dalli að ef banninu á Snus yrði aflétt myndi það „senda út röng skilaboð.“