Grískir mótmælendur hefta skipasamgöngur

Grískur hafnarstarfsmaður situr aðgerðarlaus við skip sitt í hafnarbænum Piraeus …
Grískur hafnarstarfsmaður situr aðgerðarlaus við skip sitt í hafnarbænum Piraeus þar sem mótmælendur hafa lokað fyrir skipaumferð. JOHN KOLESIDIS

Þúsundir ferðamanna sátu fastar í hafnarbænum Piraeus á Grikklandi í morgun, á meðan heimamenn lokuðu höfninni að áeggjan verkalýðsfélaga í mótmælaskyni við niðurskurðaraðgerðir stjórnvalda.  Lokað hefur verið fyrir alla skipaumferð frá Piraeus þrátt fyrir að aðgerðirnar hafi verið dæmdar ólöglegar seint í gærkvöldi.

„Það er allt lamað," hefur AFP eftir talsmanni grísku strandgæslunnar. „Hópur um 80 mótmælenda kemur í veg fyrir að eitt einasta skip sigli." Verkalýðsfélagið Pame  stendur fyrir mótmælunum segir að mótmælastaðan muni vara til fimmtudagsmorguns.

Mótmæli og óeirðir hafa verið tíð í Grikklandi síðustu mánuði vegna slæmrar skuldastöðu ríkisins og hagræðingaaðgerða.  Mótmælin hafa komið illa við ferðamannaiðnaðinn í landinu.  Fimmta allsherjarverkfallið á þessu ári hefur verið boðað þann 29. júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert