Njósnahnetti skotið á loft

Ísraelsher hefur skotið njósnahnetti út í geim og segja ísraelskir fjölmiðlar að gervihnötturinn muni aðstoða við upplýsingaöflun varðandi kjarnorkuáætlun Írana.

Ofek 9 bætist í hóp þriggja njósnahnatta sem eru nú þegar á sporbraut um jörðu. Fjölmiðlar segja að hann geti tekið myndir í gríðarlega hárri upplausn og verði nýttur til að fylgjast með atferli Írana. 

Ísraelar telja að Íranar séu að auðga úran í þeim tilgangi að framleiða kjarnorkuvopn. Þessu hafa Íranar neitað. 

Flestir telja að Ísrael sé eina þjóðin í Mið-Austurlöndum sem eigi slík vopn, en þarlend yfirvöld hafa hins vegar ekkert gefið upp um það. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert