Þýski fjármálaráðherrann, Wolfgang Schaeuble, varar kollega sína á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum við því að verða háðir lántökum, í deilum fyrir G20 ráðstefnuna í Toronto. „Ríkisstjórnir ættu ekki að vera háðar lántökum sem skyndilausn til að örva eftirspurn," segir Schaeuble í gein sem birtist i Financial Times og Handelsblatt.
„Fjárlagahalli má ekki verða varanlegt ástand," segir hann. Þjóðverjar hafa verið gagnrýndir bæði af Evrópulöndum og Bandaríkjunum fyrir að örva ekki eftirspurn í landinu. Milljarðamæringurinn Geore Soros varaði við því í gær að evran gæti fallið vegna ákvarðanna þýskra stjórnvalda, sem hafa einbeitt sér að því að draga úr fjárlagahalla og skuldastöðu ríkisins, andstætt Bandaríkjunum sem nýtur nú hagvaxtar án þess að hafa bætt skuldastöðuna.
Þýska hagkerfið er það stærsta í Evrópu og er á hægum batavegi eftir verstu kreppu sem gengið hefur yfir það síðan í síðari heimsstyrjöld. Schaeuble segir að það sé aðeins ein ástæða fyrir óróanum á evrusvæðinu: „Gríðarlegur fjárlagahalli í mörgum Evrópulöndum". Hann viðurkenndi að Þýskaland væri nú þungamiðja heitustu efnahagsdeilna í dag, en segir að stjórnvöld þar muni ekki láta af stefnu sinni.
„Þýska ríkisstjórnin gerir sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem hún ber á því að öva hagvöxt í Evrópu og heiminum öllum. Við munum standa undir þeirri ábyrgð, ekki með því að safna skuldum heldur með því að uppfylla hlutverk okkar sem ankeri stöðugleika."
Líklegt er að málið verði ofarlega á umræðulistanum á G20 fundinum um helgina.