„Georgíumenn fjarlægðu í skjóli nætur sögufræga bronsstyttu af Jósef Stalín í heimabæ sovéska einræðisherrans, Goli, að sögn þarlendra yfirvalda. „Minnismerkið um Stalín í Gori var tekið niður í nótt," tilkynnti utanríkisráðherrann Giga Bokeria í morgun og bætti við að ríkisstjórnin myndi útskýra þá ákvörðun sína nánar á fréttamannafundi í dag.
Styttan var 6 metra há og hefur staðið á torgi í miðbæ Gori frá því á 6. áratugnum. Á síðustu árum hafa staðið nokkrar deilur um styttuna eftir að ríkisstjórn hlynnt Vesturlöndum tók við undir stjórn forsetans Mikheil Saakashvili, sem hefur ítrekað gefið til kynna að styttan verði fjarlægð.
Margir íbúar á staðnum eru hinsvegar enn afar stolti af Stalín og eru andsnúnir því að styttan sé fjarlægð af torginu, sem komst í heimsfréttirnar árið 2008 þegar Rússar vörpuðu sprengjum þar í stríðinu við Georgíu.