Yfirmenn í Vatíkaninu í áfalli

Vatíkanið gagnrýnir rannsókn á grafhvelfingum í Belgíu
Vatíkanið gagnrýnir rannsókn á grafhvelfingum í Belgíu mbl.is/Ómar

Vatíkanið hefur lýst því yfir að yfirmenn þess séu í „áfalli“ vegna húsleitanna í Belgíu, sérstaklega vanhelgun á grafhvelfingu við rannsókn belgísku lögreglunnar á meintum kynferðisbrotum presta gegn börnum.

Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar í Belgíu, Andre-Joseph Leonard erkibiskup, sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að hann væri hissa á að rannsóknaraðilar skyldu ganga svo langt að bora göt inn í grafhýsi dómkirkju.

Talsmaður saksóknara í Brussel sagði í viðtali við Reuters að rannsakendur hefðu opnað grafhvelfingu að hluta vegna upplýsinga um að nýlega hefðu farið fram viðgerðir við hana.

Lögreglumenn framkvæmdu einnig húsleit á heimili Godfried Danneels kardináls, sem lét nýlega af embætti erkibiskups Belgíu fyrir aldurs sakir. Hann var ekki færðu til yfirheyrslu en einkatölva hans gerð upptæk sem og skjöl.

Vatíkanið fullyrðir að þessar húsleitir hafi leitt til „trúnaðarbrests, einmitt gagnvart fórnarlömbunum sem hlut eiga að máli.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert