Fordæma árás N-Kóreu

Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims fordæmdu á fundi sínum í dag árás Norður-Kóreu á herskip Suður-Kóreu. Jafnframt gagnrýndu þeir kjarnorkuframleiðslu Norður-Kóreu og Íran á fundi sínum í Toronto í Kanada. Efnahagsmál heimsins voru ofarlega á baugi á fundi leiðtoganna í dag.

Leiðtogarnir sögðu herkví Ísraelsmanna óásættanlega. Jafnframt viðurkenndu þeir að efnahagskreppan hafi komið í veg fyrir að ríkin hafi staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Sameinuðu þjóðunum um að draga úr fátækt í heiminum.

Í ályktun G8 ríkjanna, Bandaríkjanna, Kanada, Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Rússlands og Japan segir að þau harmi árásina þann 26. mars  þegar herskip Suður-Kóreu,Cheonan, sökk og 46 fórust.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert